Ljómandi erfið smalamennska í gær í frábæru veðri, náðum tæplega 400 kindum og pabbi átti þar af 45. Það var fjölmennt. Við smöluðum Steinadalinn, Nónfjallið og Norðdalinn. Pabbi, Nonni og Jakob fóru í fyrirstöðu við Holtagirðinguna og Lambagilið. Ester, Jón Valur og Sigfús í fyrirstöðu við steininn og líklega Svana og fleiri við Norðdalsána. Við fórum yfir Nónfjallið í Norðdalinn, ég, Arnór, Biggi, Ásdís og Arnar. Jón Gísli var uppi á brún. Á Steinadalnum voru Bjarki og Ási (vinir Þóris Magna), Árdís og Eiki. Gekk mjög vel og náðist næstum allt heim sem reynt var að ná.
Í dag er réttardagur í Kirkjubólsrétt og svo er réttarkaffi og opnun á myndasýningu í Sævangi sem er með réttarmyndum úr Skeljavíkurrétt í fyrra. Gaman að því.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli